Hæstiréttur gaf tóninn þegar hann ógilti kosningarnar til stjórnlagaþings út af algjörum tittlingaskít.
Reynir Axelsson stærðfræðingur tætti ákvörðun Hæstaréttar í sig á eftirminnilegan hátt.
En nú er fordæmið komið – rétturinn telur sig geta ógilt kosningar út af smámunum sem hafa engin áhrif á niðurstöður þeirra og geta vart talist annað en smávægilegir annmarkar á framkvæmdinni. Þetta opnar í raun fyrir endalausar kærur vegna kosninga.
Gæti Hæstiréttur þá ekki alveg eins ógilt forsetakosningarnar vegna hinnar fáránlegu kæru Öryrkjabandalagsins?
Við yrðum þá að kjósa upp á nýtt – en yrði sama fólkið í kjöri? Eða bara Ólafur Ragnar einn? Og myndi einhver mæta?