Af Facebook-síðu Karls Garðarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins:
Veltan í seldum laxveiðileyfum í fyrra nam um 20 milljörðum króna. Virðisaukaskattur er enginn og ekki stendur til að breyta því samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þetta er eins ein af fjölmörgum undanþágum í hripleku kerfi. Á sama tíma stendur til að hækka virðisaukaskatt á matvöru. Svona er Ísland í dag.