fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Stórhýsið við Hlemm

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. september 2014 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook vinkona mín setti þessa mynd af Hlemmtorgi á vefinn, mér sýnist hún vera tekin nálægt 1970. Þarna er biðstöðin á Hlemmi ekki risin og hið nokkuð einkennilega stórhýsi sem gnæfir yfir torgið nýtur sín ágætlega.

Húsið telst vera Laugavegur 105 og er elsti hluti þess frá 1926, teiknaður af Einari Erlendssyni, sem síðar varð húsameistari ríkisins. Það er í fúnkísstíl, en var upprunalega byggt sem bifreiðasmiðja af Sveini Egilssyni.

Margháttuð starfsemi hefur verið þarna í gegnum tíðina, banki, náttúrusafn – en nú er að flytja þarna inn alls kyns menningartengd starfsemi.

Þau svæði miðborgarinnar þar sem er að finna líf eru að stækka og breiðast út. Í kringum Hlemm eru ýmsir vaxtamöguleikar, enda mun íbúum í grenndinni fjölga mikið á næstu árum – fyrir utan ferðamennina. Í horninu á Laugavegi 105 þar sem áður var bankaútibú er nú kominn bar sem nýtur vinsælda.

Hér á myndinni sést gamla strætóskýlið við Hlemm. Það er í rauninni dálítið fallegt í laginu, þótt líklega hafi það verið óhentugt. Að minnsta kosti er það betra en hryllingurinn sem reis 1977-1978 og var eins og sérhannaður til að hýsa félagsleg vandamál.

Enda reyndist húsið vera annar af tveimur stöðum á Íslandi sem var nógu óvistlegur til að pönk gæti sprottið þar upp – hinn var skiptistöðin í Kópavogi.

 

10620465_10204636431972042_2183211146349077436_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu