fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Fyrsti skóladagur Ruby Bridges

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. september 2014 17:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi stórkostlega ljósmynd er af Ruby Bridges. Árið er 1960, hún var fyrsta svarta stúlkan sem fór í skóla í suðurríkjum Bandaríkjanna sem hafði eingöngu verið ætlaður fyrir hvít börn. Þarna var hún sjö ára, staðurinn var New Orleans.

Það þurfti alríkislögreglumenn til að fylgja henni í og úr skóla. Aðeins einn af kennurum skólans, Barbara Henry, féllst á að kenna henni. Þær voru tvær einar í kennslustundunum. Foreldrar hvítra barna létu þau hætta í skólanum í mótmælaskyni.

Ýmsu lauslegu var hent í hana og ein hótunin var að eitra fyrir henni. Lögreglumennirnir leyfðu Ruby því ekki að borða neitt nema það sem hún kom með að heiman. Einhver setti svarta dúkku í líkkistu fyrir utan skólann.

Ruby var mjög hugrökk þótt hún væri ung að árum og aldrei grét hún.

US_Marshals_with_Young_Ruby_Bridges_on_School_Steps

Ruby Bridges varð sextug fyrir fáeinum dögum. Það er ekki lengra síðan þetta var. Hún er af minni kynslóð. Hún býr ennþá í New Orleans. Þessir atburðir urðu til þess að einn helsti listmálari Bandaríkjanna, Norman Rockwell, málaði mynd af Ruby og fyrsta degi hennar í skólanum.

Sterkari fyrirmynd í mannréttindabaráttu er varla hægt að hugsa sér en þessa litlu huguðu stúlku með skóladótið sitt.

normanrockwell

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“