Þetta er eiginlega alveg stórkostleg mynd, íslenskur knattspyrnumaður fer og hittir páfann – og hann heldur utan um hann eins og þeir séu aldavinir. Eða eins og þeir séu að stilla sér upp fyrir instagram.
Einu sinni beygðu menn sig fyrir páfum og kysstu hring þeirra. Nú er greinilega runnin upp önnur tíð.
Þetta bendir eindregið til þess að Franz sé miklu betri páfi en forverar hans. Sem hann næstum örugglega er.
Emil Hallfreðsson fótboltamaður og Franz páfi. Myndin er af Facebook-síðu knattspyrnufélagsins Hellas Verona.