Vesturfarar, 2. þáttur, verða á dagskrá RÚV á sunnudagskvöldið.
Í þessum þætti erum við komin til Vesturheims. Við byrjum ferð okkar í Gimli, í höfuðstað Nýja Íslands. Kynnumst sögus staðarins, fólkinu sem þangað flutti – og staðnum eins og hann er í nútímanum.
Meðal viðmælenda er Óli Narfason, bóndi á Víðivöllum. Hann er með skemmtilegustu mönnum og talar afar kjarnmikla íslensku.