Það hefur lengi verið haft á orði að Vestfirðingar séu miklir deilumenn.
Eitt sinn var ég staddur í Borgarfirði, þaðan sem ég er sprottinn í tvær ættir, og ræddi við konu sem þangað hafði flutt af Vestfjörðum.
Hún sagði að sér leiddist dálítið í Borgarfirði, fólk þar væri værukært og átakafælið.
Öðru gegndi um Vestfirðinga.
Það er vitað að margir helstu pólitísku slagsmálamenn Íslands eru og hafa verið að vestan. Einn slíkur er forseti Íslands.
Nú er merkilegt að sjá Vestfirðinga í átökum um blaðið DV sem er gefið út í Reykjavík.
Mér skilst að Reynir Traustason og Björn Leifsson, kenndur við World Class, komi úr sömu götu á Flateyri.
Og í þessum slag er líka Sigurður G. Guðjónsson sem ólst upp stutt þar frá, á Þingeyri.