Hér er grein á vef þess fræga rits National Geographic þar sem er fjallað um dauða sjófugla við Ísland.
Blaðið segir að þarna sé breytingum í veðurfari og í hafinu um að kenna.
Það er að sönnu merkilegt að koma til Vestmannaeyja og sjá engan lunda.
Og eins fréttir maður af því að kríuungar komist ekki á legg – þeir svelta einfaldlega í hel. Frá því segir einmitt í greininni en þar er rætt við Ólinu Jónsdóttur, íbúa í Flatey.