Hér, á vef Rúv, er hægt að sjá fyrsta þáttinn af Vesturförum sem var sýndur í gærkvöldi.
Næsti þátturinn verður á sunnudaginn kemur – þá erum við komin til Nýja Íslands og segjum frá fyrstu landnemunum sem þangað komu, fólki sem lenti í miklum hremmingum, en ætlaði af mikilli þrjósku að halda áfram að vera Íslendingar – setti sér meira að segja sína eigin stjórnarskrá.
Smellið hér til að sjá fyrsta þáttinn.
Á þjóðvegi í Kanada. Við fórum reyndar ekki labbandi alla leiðina, en þetta eru myndir frá upptökum á Vesturförunum. Þarna eru síðuhaldari og Jón Víðir Hauksson kvikmyndatökumaður.