Maður á kannski ekki að elta ólar við þau skrif sem birtast í ritstjórnarpistlum Morgunblaðsins.
En blaðið er borið í hvert hús í dag – líka til þeirra sem ekki eru áskrifendur.
Þar má lesa, bæði í leiðara og Staksteinum þá speki að rétt sé og sjálfsagt að leka trúnaðarupplýsingum um fólk úr stjórnkerfinu og í fjölmiðla ef vinir þeirra og stuðningsmenn hafi efnt til mótmælastöðu eða ef einhverjir lögfræðingar séu að vinna í málum þess.
Má þá líka leka villandi eða röngum upplýsingum, fyrst þetta snýst um almenningsálit, eins og lesa má í Morgunblaðinu?
En vissulega gæti þetta orðið forvitnilegt þegar ráðuneyti og stofnanir ríkis og sveitarfélaga fara að reka alls kyns einkamál í fjölmiðlum – fyrir dómstóli götunnar. Gróur þessa lands myndu væntanlega hoppa af kæti.