fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Sífelld grísaveisla

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. ágúst 2014 18:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt var vinsælla hjá landanum í eina tíð en spænsku grísaveislurnar.

Íslendingar þyrptust í sólarferðir til Spánar – hápunktur þeirra var þegar farið var með ferðamennina í þorp þar sem voru haldnar grísaveislur, það var gnægð af ókeypis víni og grísir grilluðust á teini.

Margir urðu veikir af ofáti og ofdrykkju, en þetta þótti svo skemmtilegt að farið var að halda grísaveislur hér heima. Þær urðu fastir liðir í vetrarstarfi ferðaskrifstofa eins og Útsýnar og Sunnu.

Spánarfarar komu saman og rifjuðu upp minningar úr ferðum sínum yfir víni og grísakjöti. Á þeim árum var það reyndar fremur af skornum skammti á Íslandi, þjóðin var eiginlega ekki byrjuð að borða svín.

En nú eru breyttir tímar og við getum haft spænska grísaveislu allt árið, alveg eins og okkur lystir, líkt og sjá má á þessari mynd sem er úr Kvennablaðinu.

screen-shot-2014-08-19-at-08-03-32-f-h--688x451

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“