Hugleikur Dagsson nær að sameina fjölskyldu mína – okkur finnst öllum að hann sé ógeðslega fyndinn.
Um daginn sýndi ég forsíðu Grapevine þar sem er fjallað um huldufólk.
Inni í blaðinu eru myndir eftir Hugleik þar sem er lagt út af sama efni – reyndar ekki á svo ólíkan hátt.
Ég tek mér það bessaleyfi að birta eina myndina, í virðingarskyni við Hugleik og Grapevine. Fleiri má finna með því að smella hérna.