Innanríkisráðherra segir sig frá dómsmálum vegna tengsla við sakamál, en dómsmálin hafa heyrt undir innanríkisráðuneytið frá breytingu á stjórnarráðinu fyrir fáum árum.
Þá dettur mönnum allt í einu í hug að fara mikla fjallabaksleið.
Að skipta innanríkisráðuneytinu upp og stofna aftur sérstakt dómsmálaráðuneyti – sem þó hefur ekkert verið rætt fyrr en þessi vandræði ráðherrans komu upp.
Þá yrði Hanna Birna Kristjánsdóttir með samgöngumál og sitthvað annað, en einhver annar gæti orðið dómsmálaráðherra.
Væri jafnvel hægt að fjölga ráðherrum enn.
En er mönnum virkilega alvara með þessu – að láta vandamál eins ráðherra verða tilefni til uppstokkunar á stjórnarráðinu?