Það eru nokkrir hlutir í tísku sem maður hefur lært að megi alls ekki.
Að vera í hvítum sokkum við dökk jakkaföt.
Samt voru keppendur í Evróvisjón þannig klæddir í gærkvöldi – voru það ekki Danirnir?
Og maður er ekki í sokkum utanyfir buxur.
En nú er það orðin tíska hjá ungum karlmönnum – að vera í lágum skóm með sokkana utanyfir buxnaskálmarnar.
Það versta hefur þó verið talið að vera í sokkum innan undir sandölum.
Á og vei! Það hefur alls ekki mátt.
En nú er það líka að verða tíska – við munum fá að sjá það í sumar ef marka má þessa frétt í Daily Telegraph.