fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Handtekin fyrir að dansa Happy í Íran

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. maí 2014 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér á vefnum hefur áður verið fjallað um Happy-æðið. Ungt fólk dansar við hið bráðfjöruga lag Happy eftir Pharrell Williams  – í þessu hafa jafnvel falist ákveðin skilaboð.

Aðallega um að fólk ætli ekki að láta berja sig niður eða kúga sig.

Hópur ungs fólks sem dansaði við lagið og gerði myndband í Íran hefur verið handtekinn. Þetta eru sex ungmenni, þau settu myndbandið á YouTube.

Segir að eftir nákvæma lögreglurannsókn hafi brotafókið verið handtekið og hafi játað glæpi sína.

Hið gamlaða og afturhaldssama karlaveldi sem stjórnar í Íran telur sér ógnað af svona framferði. Sagt er að þetta ógni almennu velsæmi. Flestir sjá ekki annað en glatt og efnilegt ungt fólk – en afturhaldsliðið er upptekið af því að stjórna lífi fólks niður í smæstu athafnir, einkum ef það tengist kynlífi.

Bandarísk kona, sem ég tengist á Facebook, setur af þessu tilefni fram kenningu um pervertaræði, pervocracy. Það er valdakerfi þar sem ráða aðallega karlar sem hafa sjúklega áhuga á kynlífi en óttast það í leiðinni. Því miður ná þessir pervertar oft völdum og reyna að þvinga pervertisma sínum upp á annað fólk. Dæmin eru náttúrlega mýmörg – og má finna allt frá Íran til ákveðinna svæða í Bandaríkjunum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn