fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Þurfti að senda þingið í frí?

Egill Helgason
Laugardaginn 17. maí 2014 00:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í raun er það alveg óskiljanlegt að Alþingi þurfi að fara í frí vegna þess að sveitarstjórnarkosningar eru að koma.

Núorðið fær maður varla sé að Alþingi og kosningar til bæjar- og sveitarstjórna skarist á nokkurn skapaðan hlut.

Alþingi er ekki svo fyrirferðarmikið í fréttum að sveitarstjórnarkosningar komist ekki að, Einar Kr. Guðfinnsson þingforseti sagði að þingmenn væru að rýma vettvang fyrir sveitarstjórnamönnum.

En það er örugglega pláss fyrir báða hópana.

Er gert ráð fyrir að þingmenn fari heim í hérað og hjálpi til í kosningabaráttu? Í sumum tilvikum getur það jafnvel orkað tvímælis. Óvinsæll þingmaður gæti jafnvel mætt heim í hérað og skemmt fyrir.

Það er reyndar ljóst að stjórnarflokkarnir – og þá aðallega Framsókn – ætla að reyna að hífa upp fylgið með skuldaleiðréttingunni sem var samþykkt í lok þings.

Auðvitað er óvíst hvernig það virkar – þetta er býsna umdeilt mál –  en sjónvarpsauglýsingar þar sem skuldaleiðréttingin verður auglýst munu vera á leiðinni í loftið.

Og eins og sést á þessari mynd sem birtist á Facebook-síðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er mikil stemming í þingflokki Framsóknarmanna. Með myndinni fylgdi svohljóðandi texti:

Þingflokkurinn kátur eftir fimm ára bið. Loksins!

10365874_303198593176530_2683390938764430788_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn