fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Verður sett met – í dræmri þátttöku?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. maí 2014 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir hina áköfu pólitík eftirhrunsáranna erum við nú að upplifa skeið pólitískrar deyfðar og áhugaleysis.

Þetta sést greinilega á bloggsíðum og samskiptamiðlum.

En eitt situr eftir – stjórnmálamenn eru í afskaplega litlu áliti. Það er áhyggjusamlegt.

Það eru að koma bæja- og sveitarstjórnarkosningar en áhuginn er svo lítill að varla sjást gárur á hinum pólitíska polli.

Allt stefnir í að sett verði met í lítilli þátttöku. Líklegaa fer hún niður fyrir 70 prósent í Reykjavík í fyrsta skipti.

Óhætt er að segja að kjósendur taki almennt ekkert mark á loforðum stjórnmálaflokkanna. Það er reyndar þroskamerki.

Ríkisstjórnarflokkarnir eru að reyna að koma í gegn skuldaleiðréttingafrumvarpinu svo hægt sé að opna gáttina þar sem skuldendur geta sótt um. Þeir vona að með því rísi landið aðeins hjá þeim.

Á sama tíma vantar alveg djúpa umræðu um pólitíkina. Helstu fréttirnar eru af skærum Vigdísar Hauksdóttur og Steingríms J. Sigfússonar á næturfundum Alþingis.

Umræður um alþjóðamál snúast aðallega upp í þras um að draga Evrópusambandsumsókn til baka – á sama tíma og dælist inn Evrópulöggjöf vegna EES-samningsins.  Nú eru teikn á lofti um að utanríkisstefna Ólafs Ragnars Grímssonar, sem ríkisstjórnin hefur verið að fylgja, sé að bíða algjört skipbrot.

Ógnin sem stafar af Rússlandi og Kína – stórveldum þar sem ríkir hálf-einræði – veldur því að vestrænt samstarf mun dýpka á næstu árum, samstarfið yfir Atlantshafið. En umræðan hérna er ekki enn farin að taka mið af því.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni