fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Fjórflokkurinn í alls konar vandræðum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. maí 2014 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við stöndum frammi fyrir þeirri pólitísku stöðu að allir fjórflokkarnir eru í bullandi vandræðum, hver á sinn hátt. Ef marka má skoðanakannanir er fylgi þeirra allra með minna móti – úrslit sveitarstjórnakosninga verða líklega frekar ruglingsleg. Við munum væntanlega sjá sigur Samfylkingar í Reykjvík (þó aðallega Dags B. Eggertssonar) og óhagganlega stöðu Sjálfstæðisflokks í Garðabæ, Seltjarnarnesi og Vestmannaeyjum, en stóru tíðindi kosninganna verða líklega sókn Bjartrar framtíðar og Pírata inn á sveitarstjórnarstigið.

Stöðugt sígur á ógæfuhliðina fyrir Framsóknarflokkinn, sigurvegara síðustu kosninga. Það fjarar stöðugt undan skuldaleiðréttingunni miklu eftir því sem meiri upplýsingar koma fram. Andstaðan við hana magnast og nú er að reynast erfitt að standa við áður tilkynntar tímasetningar. Tilraunin til að slíta aðildarviðræðunum við ESB snögglega fór út um þúfur. Sveitarstjórnakosningarnar verða erfiðar fyrir flokkinn – framboð í Reykjavík með flugvallarvinum virkar eins og örvæntingarfull tækifærismennska.

Sjálfstæðisflokkurinn er við það að klofna. Það gerist á sama tíma og fylgi hans er í sögulegu lágmarki. Mikil óánægja er innan flokksins með þátttöku hans í skuldaleiðréttingunum og vegna þess að formaður flokksins hefur ítrekað þurft að tala fyrir þessu máli – sem Framsókn á með húð og hári.

Eins og fyrr á Bjarni Benediktsson í vandræðum með aftursætisbílstjóra, gamla foringja sem geta ekki sleppt tökunum, og nú er svo komið að farið er að slitna alvarlega upp úr með Sjálfstæðisflokknum og atvinnulífinu. Það er LÍÚ undanskilið – eitt af því sem hefur farið illa með hróður ríkisstjórarninnar á þessu fyrsta ári hennar er hversu leiðitöm  hún er stórútgerðinni. Aftursætisbílstjórarnir láta eins og það sé bara gott að fækki í Sjálfstæðisflokknum – að Evrópusinnar láti sig hverfa – þá geti þeir sem eftir eru verið harðari á línunni. Það er alveg nýtt viðhorf í sögu Sjálfstæðisflokksins sem árum áður var breiðfylking.

Samfylkingin er ekki að uppskera neitt að ráði þótt vinsældir ríkisstjórnarinnar dvíni. Síendurteknar kannanir sýna að formaður hennar nýtur lítils trausts. Talsverður hluti fylgisins er farinn yfir til Bjartrar framtíðar, flokks sem að sumu leyti virkar eins og Samfylkingin light. Margt bendir til að það verði Samfylkingin sem fari flokka verst út úr sveitarstjórnarkosningunum – að Reykjavík undanskildri.

Er þá ekki eðlilegt að Dagur B. Eggertsson taki við flokknum? Það er svosem ekki víst. Hann var varaformaður flokksins á tíma Jóhönnu, kannski vill hann ekki verða formaður – kannski er hann betri í borgarmálunum en landsmálunum? Það háir Samfylkingunni að þingflokkurinn er þunnskipaður og gamall.

Landið er heldur ekki að rísa neitt að ráði hjá Vinstri grænum. Þar ríkir sú mótsögn að vinsælasti stjórnmálamaður Íslands, Katrín Jakobsdóttir, er formaður flokksins. Hún nýtur mikils traust í könnunum, en það smitast ekkert yfir á flokkinn. Flokkurinn er semsagt að draga formanninn niður. Það þarf kannski ekki að koma svo mikið á óvart. Innanborðs eru ennþá Steingrímur og Ögmundur. Sá síðarnefndi styður ekki einu sinni framboð flokksins í Reykjavík.

Á meðan er glatt á hjalla hjá Bjartri framtíð og Pírötum. Þessir flokkar munu ná fótfestu í sveitarstjórnum. Björt framtíð tapar að sjálfsögðu talsverðu af því fylgi sem Besti flokkurinn hafði í Reykjavík – það var  tæplega von á öðru. En á Akureyri til að mynda hefur Björt framtíð möguleika á að verða stærsti eða næststærsti flokkurinn.

Hér má sjá nýja könnun MMR á fylgi flokka á landsvísu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni