fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Staðan í upphafi kosningamánaðar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. maí 2014 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er afar hljótt um borgarstjórnarkosningarnar sem verða háðar eftir tuttugu og níu daga. Umræðan síðustu vikurnar hefur aðallega snúist um framboðsmál Framsóknarflokksins sem skipti varla miklu máli – það þarf ansi mikið til að flokkurinn nái inn svo mikið sem einum manni. Hann breytir engu um stóra samhengið í kosningunum. En allur vandræðagangurinn hefur vissulega beint athyglinni að Framsókn.

Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru með jafnmikið fylgi – um 27 prósent. Þetta þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn tapar 7 prósentustigum frá síðustu kosningum, en Samfylkingin bætir við sig 8 prósentustigum.

Þetta virðist byggjast að miklu leyti á persónufylgi Dags B. Eggertssonar, því í könnuninni er líka spurt hvern fólk vilji helst sem borgarstjóra, Dagur er þar langefstur með 58 prósent en Halldór Halldórsson er með 19 prósent.

Það var náttúrlega aldrei von til þess að Björt framtíð héldi fylgi Jóns Gnarrs og Besta flokksins. Spurningin var einungis hvenær minnkandi fylgi færi að mælast. Í könnun Fréttablaðsins er fylgi BF komið niður í 22 prósent, það er 13 prósentustigum minna en fylgi Besta flokksins.

Það munar líka um að fáir virðast geta séð Björn Blöndal, oddvita BF, fyrir sér í borgarstjórastólnum eða einungis 9 prósent. Er hann þó nánast smurður arftaki Jóns Gnarr.

Vinstri græn ná sér ekki upp. Flokkurinn er með 9 prósent sem er ívið hærra en í síðustu kosningum – en þær voru afhroð. Skýringin getur ekki verið sú að Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi VG, er genginn til liðs við Dögun. Fylgi þess framboðs mælis varla.

Píratar mælast með 10,5 prósent, virðast öruggir á ná inn einum manni, gætu fengið tvo ef þeir lenda í meðbyr, þó það sé ekki sérlega líklegt.

Aftur að Framsóknarflokknum sem öll kosningaumfjöllunin hefur snúist um síðan fyrir páska. Í könnuninni hækkar flokkurinn sig nokkuð, er með 5 prósent. Þá vantar ekki svo mikið til að að ná inn borgarfulltrúa. Það verður forvitnilegt að sjá næstu mælingu – þarna eru skekkjumörkin ansi há. En þetta er smá vonarglæta fyrir Framsókn.

Það er reyndar forvitnilegt að skoða þróun fylgis Framsóknarflokksins í borginni. Á sjöunda áratugnum var Einar Ágústsson foringi Framsóknar í borginni og þá var fylgið í kringum 17 prósent. Þannig hélst það til 1978 þegar það fer undir tíu prósent en er á bilinu 7-9,5 prósent í kosningum fram til 1994 þegar Reykjavíkurlistinn er stofnaður. Reykjavíkurlistinn bauð fram í þrennum kosningum og þá naut Framsókn þess að vera við stjórnvölinn í borginni og hafði mikil áhrif í gegnum Alfreð Þorsteinsson og Sigrúnu Magnúsdóttur.

Framsókn rétt náði inn borgarfulltrúa 2006, með 6,1 prósenta fylgi. Það gat ekki staðið tæpar. Þá heyrði R-listinn sögunni til. Flokkurinn fékk svo alls engan hjómgrunn í síðustu kosningum, fékk aðeins 2,7 prósent.

Nú hlýtur kosningabaráttan að fara af stað. Það mun setja mark á hana að flokkarnir eru ekkert sérlega fjáðir. Þannig hentar þeim betur að fara í snarpa baráttu þar sem peningunum er spilað út á stuttum tíma. Svo verður líklega mikið á seyði á samfélagsmiðlum – maður sér þegar merki þess að flokkar eru að troða sér inn með áróður sinn þar og stundum á staði þar sem þeir eru ekkert sérlega velkomnir. Til dæmis fylltist vefur Íbúasamtaka Vesturbæjar af færslum um skúrabyggingar á Högunum um síðustu helgi og voru þar ekki spöruð stóru orðin.

Slíkt getur haft þveröfug áhrif. Eða eins og einn íbúi hverfisins  komst að orði á umræðuvettvangnum:

Leiðinlegt að popúlískir stjórnmàlamenn og -konur þurfi að vera með svona flokkapólitík à umræðuvef fyrir íbúa hverfisins

 

ImageHandler-1

Dagur B. Eggertsson er langvinsælasti stjórnmálamaðurinn í borginni nú þegar Jón Gnarr hverfur á braut. Fylgi BF fer minnkandi – eins og fyrirséð var.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól