fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Börn og byssuleikir

Egill Helgason
Laugardaginn 26. apríl 2014 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þykir sérstaklega ófínt að láta börn leika sér með byssur – þ.e. leikfangabyssur. Þetta er kannski ekki skrítið, við erum flest andsnúin ofbeldi og byssur eru öflug drápstæki. Eitt sinn var meira að segja uppi félagsskapur sem hét „Friðarömmur“ og stóð fyrir herferð gegn því að börnum væru gefnar leikfangabyssur.

Nú upplifum við tíma þegar er afskaplega erfitt að fá börn til að fara út og leika sér. Það er svo margt innandyra sem fangar hugann, og það er nánast eins og hugmyndaflugið til útileikjanna hafi þorrið. Leiksvæði barna eru líka miklu þrengri en áður, það stafar sumpart af því að þau eru verndaðri – jafnvel ofvernduð.

Samkvæmt minni reynslu hefur verið auðveldast að fá son minn og vini hans til að fara út og leika sér, og vera lengi að, ef þeir fá að vera með byssur. Einhvern veginn koma þær hugmyndafluginu í gang þannig að útileikurinn verður skemmtilegur og dugir lengi. Hann felur í sér hlaup og líkamlega áreynslu – sem er æskilegt.

Ég man eftir því þegar hann var afskaplega lítill og við létum hann ekki hafa byssu. Þá fann hann upp á því að nota sviðakjamma sem hann sagði að væri byssa eins og James Bond var með. (Varð þá til brandarinn: Með hverjum kjamma fylgir Bond-byssa.) Því er ekki hægt að neita að börn – sérstaklega drengir – hafa mjög sterka hvöt til þess að ímynda sér að leikföng þeirra séu vopn. Því hefur verið haldið fram að ekki sé æskilegt að kæfa þetta niður.

Guardian birtir í dag grein um börn og byssuleiki sem er tilefni þessara vangaveltna. Höfundurinn heitir Matt Gaw og hann segist hafa bannað börnunum sínum að leika með byssur. Svo hafi hann breytt um skoðun og heimilað byssuleikina. Þá hafi þeir reyndar ekki verið eins spennandi og virtist meðan þeir voru forboðnir.

Gaw segir í greininni að ekki sé vitað um neina fylgni milli byssuleikja barna – eða leikja með hermannadúkkur eins og Action Man – og ofbeldis síðar á lífsleiðinni.

toy gun 2-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið