fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Skrítinn hrærigrautur

Egill Helgason
Laugardaginn 29. mars 2014 02:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Noah er furðuleg samsuða og eiginlega hálf afkáraleg.

Þetta er ekki einu sinni Biblíusagan – fremur eins og hrærigrautur af sögunni um syndaflóðið, nýaldarspeki, þyngslalegri umhverfishyggju og skvettu af Hollywood hamfaramyndum eins og Transformers eða Pacific Rim.

Því er líkast að mannkyninu sem þarna er á braut tortímingar sé refsað fyrir það í syndaflóðinu að borða kjöt – vera ekki grænmetisætur.

Allt þetta er sett fram með miklum látum – átakanlegum nærmyndum af fólki sem engist af innri spennu en tjáir hana með furðulega vondum leik. Þarna eru risar úr grjóti sem byggja örkina fyrir Nóa og berjast fyrir hann, eiga skilst manni að vera fallnir englar. Og svo er laumufarþegi um borð í örkinni. Það er vondi karlinn í myndinni – sem þó er kannski ekki sekur um annað en að vilja helst ekki drukkna – og borða kjöt. Verst er þegar hann étur eitt dýrið í örkinni.

Það er sagt að sumar myndir séu svo vondar að þær verði næstum góðar. Sennilega þá vegna þess að það er sérstæð upplifun að horfa á þær.

Noah fer næstum í þann flokk. Sumt í myndinni er svo skrítið að það er hérumbil gaman að horfa á það. En svo ná ómenguð leiðindin yfirhöndinni. Líklega hefur höfundur myndarinnar talið sig vera að gera eitthvað stórt, meiningarfullt og listrænt, en áhorfendur í salnum í Laugarásbíói í kvöld voru farið að flissa vandræðalega þegar leið á myndina. Það heyrðust feginsandvörp þegar myndinni lauk með eins konar ásatrúarbrúðkaupi úti í íslenskri náttúru.

Já, einmitt,  íslenska landslagið sem þarna er áberandi – það bjargar ekki neinu. Þetta er mjög vond mynd.

Screen shot 2013-06-28 at 9.53.56 AM

Nói og vondi karlinn sem tekst að svindla sér um borð í örkina. Hann er kjötæta. Vondi karlinn nær að mynda bandalag við Kam, son Nóa, sem fer burt í lokin, en þó ekki vegna þess að hann sér föður sinn nakinn og fullan eins og í bókinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum