Guðsteinn Einarsson, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi, sendir eftirfarandi bréf vegna umræðu um lífeyrissjóði og fjárfestingar þeirra:
Sæll Egill
Smá athugasemd frá f.v. stjórnarmanni í lífeyrissjóði sem finnst umræðan um lífeyrissjóðina varla vera á vitrænum nótum.
Spyrja má:
Eru fjárfestingar lífeyrissjóðanna vandamálið, eða er vandamálið lokað hagkerfi með ónýta mynt?
Eru lifeyrissjóðirnir vandamálið, eða stjórnmálamenn sem fólkið kýs og vilja lokað hagkerfi, ónýta og ónothæfa mynt og neíta að horfast í augu við vandann?
Það væri rökrétt að spyrja stjórnmálamennina sem fólkið kýs hvort eðlilegt sé að segja að fjárlög séu hallalaus á meðan vandi opinberu lífeyrissjóða eru óleystir, en þar liggur mesti hluti halla lífeyrissjóðanna sem heildar?
Það má margt betur fara hjá lífeyissjóðunum. En þeirra vandi er afleiðing þeirra stjórnarhátta og þeirrar efnhagsstefnu sem rekin er. Þeirra vandi í dag er afleiðing en ekki orsök.
Með opnu hagkerfi gætu lífeyrissjóðir fjárfest með eðlilegum hætti, en það er ekki í boði.