fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Þegar skíðin gleymdust

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. febrúar 2014 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhver ógleymanlegasta frægðarför Íslendinga á Ólympíuleika var hér um árið þegar skíðin gleymdust heima. Ekki man ég hvar þessir Ólympíuleikar voru haldnir, en þetta olli ákveðnum vandkvæðum fyrir íslensku keppendurna.

Einhvern veginn tókst þó á endanum að útvega skíði, en þá tók ekki betra við, því áburðurinn sem er notaður til að skíði renni betur í snjó gleymdist líka.

Þannig að Íslendingarnir þurftu að nota lánsskíði sem komust eiginlega ekkert áfram.

Nú er verið að efna til annarrar ferðar á Ólympíuleika.

Og til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig les maður að alls verði „11 aðilar“ frá ÍSÍ á leikunum. Keppendur munu vera fjórir.

Við þetta bætast tveir ráðherrar úr ríkisstjórninni með mökum og forseti Íslands með maka.

Það ætti að vera öruggt að skíðin gleymast ekki þegar svona margir hæfir einstaklingar fara á vettvang – og ekki heldur áburðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu