Hálfleikurinn í Super Bowl er stærsti auglýsingatími í sjónvarpi í veröldinni.
Þar var meðal annars sýnd þessi auglýsing – með meistara Bob Dylan.
Hann er að auglýsa Chrysler-bifreiðar. Textinn er ljóðrænn, myndvinnslan flott og bílarnir góðir.
Og Dylan lítur vel út.
En það er samt ekki víst að allir verði hrifnir. Það væri svosem ekki í fyrsta sinn sem Dylan skelfir aðdáendur sína.
https://www.youtube.com/watch?v=KlSn8Isv-3M