fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Áhyggjur af hungursneyð

Egill Helgason
Sunnudaginn 23. febrúar 2014 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Ísland hrundi á sínum tíma urðu vinir mínir í Grikklandi mjög áhyggjufullir. Ég fékk símtöl þar sem Grikkirnir spurðu hvort þeir gætu gert eitthvað fyrir mig, sent mat eða aðra aðstoð. Þeir óttuðust semsagt, miðað við fréttaflutninginn, að væri komin upp hungursneð á Íslandi.

Það lýsir hugarþeli Grikkja að í þessum tilvikum voru það konurnar sem hringdu en eiginmennirnir maður heyrði að eiginmennirnir stóðu álengdar við símtólið – það leyndi sé ekki að þarna fylgdi hugur máli.

Ég er ævinlega þakklátur fyrir þetta – mun aldrei gleyma vináttu og hollustu þessa fólks.

Grikkir hafa átt í erfiðleikum, en mér hefur svosem aldrei dottið í hug að hringja þangað suður og bjóða mat, teppi eða slíkt.

Í Grikklandsferðum læt ég mér nægja að haga peningagreiðslum mínum þannig að líklegt sé að skattheimtan fá sína sneið, þ.e. að borga með korti þar sem það er hægt, svo peningarnir sogist ekki ofan í hið stóra svarta hagkerfi sem er eitt helsta vandamál landsins, þiggja til dæmis ekki afslætti sem eru boðnir þeim sem borga með reiðufé.

En kannski er kominn tími til, eftir nýjustu upplýsingar formanns fjárlaganefndar Alþingis hér uppi á Íslandi, að fara að senda matvæli?

Það væri til dæmis hægt að fylla gám með svona kexi.

1620432_10152609510763765_1755396387_n

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið