Þetta hefur verið dagur mikilla átaka. Annars vegar höfum við hugsanlegan brottrekstur Más Guðmundssonar seðlabankastjóra og hins vegar samþykkt þingflokks Sjálfstæðismanna um að slíta endanlega aðildarviðræðum við ESB.
Það er sagt að orð dagsins eigi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið í stjórn með Framsókn þá þarf flokkurinn ekki að verða eins og Framsókn.