Ég fór Hverfisgötuna í fyrsta sinn eftir endurnýjun hennar í dag.
Þessi gata, sem var svo skelfing niðurnídd, hefur breytt um svip.
Allt í einu virkar hún full af fyrirheitum – eins og hún bíði eftir því að framtaksamt fólk komi í götuna og hefjist handa.
Það er munur frá þeirri hryggðarmynd sem gatan hefur verið.
Borgin hefur þarna lagt sitt af mörkum til að bæta umhverfið, nú geta einstaklingarnir tekið við.
Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að Hverfisgatan verið lífleg borgargata með margvíslegri starfsemi.