fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Úkraína – valið milli Evrópu og Evrasíu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. febrúar 2014 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Timothy Snyder skrifar stórmerkilega grein um Úkraínu í The New York Review of Books.

Hann fjallar meðal annars um áróðurinn sem gengur út á að uppreisnarmenn í Úkraínu séu hægri öfgamenn og nasistar. Þetta er það sem heyrist frá Moskvu og frá stjórnarliðum í Úkraínu.

En staðreyndin er sú að það eru stjórnarherrarnir sjálfir, bæði í Kiev og Moskvu, sem eru miklu nær öfgunum með því hvernig þeir gera út á hatur á samkynhneigðum til að ala á tortryggni gagnvart Vesturlöndum, með djúprættri spillingu og trú á valdbeitingu. Það var Janúkovits forseti sem setti lög 16. janúar sem tóku almenn lýðréttindi úr sambandi – það var að undirlagi Rússa enda fylgdi fjárhagsaðstoð þaðan í kjölfarið.

Hún er sérkennileg afstæðishyggjan sem flest í því að leggja að jöfnu tilhneiginguna til að halla sér að Evrópusambandinu og tilhneiginguna til að halla sér að Rússlandi og Evrasíska bandalaginu sem Pútín vill stofna og á að binda saman Rússland og ríki eins Hvíta-Rússland, Kazakhstan, Kyrgistan og Tajikistan.

Ekkert af þessum ríkjum getur gert tilkall til að vera lýðræðissamfélag – Pútín vill að Úkraína sláist í hópinn.

Eins og Snyder segir þá er annars vegar valið um Evrópu þar sem er réttarríki, frjáls markaður, ferðafrelsi, velferð, lítil spilling, þar sem ótti ræður ekki ferðinni og takmarkanir eru á hvernig ráðamenn geta beitt valdi sínu.

Hins vegar er það hið evrasíska hugarfóstur Moskvuvaldsins. Þar er byggt á geðþóttaréttarfari, spilling er inngróin í kerfið, mannréttindi eru fyrir borð borin og lýðræði er vart til nema sem sýndarmennska.

c10b32b0a7-380x230_o

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið