fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Skítug borg – og grá

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. febrúar 2014 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík er ótrúlega skítug þessa dagana – og grá.

Það hefur ekki verið nein úrkoma í langan tíma en sandur sem var borinn á götur og gangstéttar í síðustu snjóatíð fýkur um. Við bætist svifrykið undan nagladekkjum.

Sandur og ryk sest í andlit og vit – fer í hárið á manni svo maður verður eins og reytt hæna. Fólk er fölt og grátt eftir skammdegið, frostið og vindurinn gerir mann skellóttan í framan.

Það eru eldgamlir svellbunkar á götum, brúnir og grútskítugir.

Það er svosem ekki neinum um að kenna, maður getur reynt að bölva borgarstjórninni en það er varla til neins. Þetta skolast vonandi burt ef gerir hressilega úrkomu.

Mun ekki af veita. Það vantar regn.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið