fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Áhugalaus Bandaríki

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. febrúar 2014 20:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir hafa alið með sér þann draum að Bandaríkin myndu aftur fá áhuga á Íslandi nú þegar málefni norðurslóða eru komin í tísku.

Að Ísland myndi kannski aftur fá strategíska þýðingu fyrir Bandaríkin eins og var í Kalda stríðinu. Íslendingar gátu aldeilis notfært sér það eins og sagan sýnir. Hins vegar upplifðu margir gamlir Bandaríkjavinir mikið umkomuleysi í hruninu þegar Bandaríkjastjórn virtist vera alveg sama.

En svona virðist ekki vera í pottinn búið – draumurinn um að Bandaríkin séu aftur að hefja innreið sína á svæðið í kringum Ísland er jafn fjarlægur og aður.

Stjórnin í Washington er að senda hingað nýjan sendiherra í staðinn fyrir hinn vinsæla diplómata Luis Arreaga.

Þessi náungi heitir Robert C. Barber, hann fær embættið að launum fyrir að borga í kosningasjóð hjá Obama – og það er hlegið að honum í spjallþáttum vestra eins og sjá má í þessari frétt á Stöð 2.

Ísland er semsagt ekki á radarnum í Washington, ekki einu sinni sem mótvægi við Kínverjana sem seilast hér til áhrifa í gegnum pólitíska gistivini sína.

r_barberRobert C. Barber, hinn nýi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Að sönnu enginn þungaviktarmaður, en hann borgaði í kosningasjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“