fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

WSJ í Sochi: Hví eru Íslendingar svo lélegir í vetraríþróttum?

Egill Helgason
Föstudaginn 14. febrúar 2014 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein í Wall Street Journal er spurt hvers vegna Íslendingar séu svo lélegir í vetraríþróttum – það rímar auðvitað ekki við nafn landsins.

Ýmsar skýringar eru gefnar, til dæmi að hér sé þrátt fyrir allt ekki sérlega mikill snjór, ís er nokkuð stopull – veðráttan er jú fremur umhleypingasöm –, við erum meira fyrir íþróttir sem eru stundaðar í upphituðum íþróttahúsum og svo erum við náttúrlega svo fá.

Við þetta má bæta í sambandi við skíðaíþróttina að fjöllin á Íslandi eru ekkert sérlega há – og svo er auðvitað spurning um hefð, það er til að mynda sáralítil hefð fyrir skautaíþróttum hér á landi.

Þannig að að þessu leyti erum við ekki lík frændum okkar Norðmönnum sem skara algjörlega fram úr í vetraríþróttum og heldur ekki Íslendingunum sem fluttu til Kanada en þeir fóru að leggja rækt við íþróttir sem stundaðar eru á ísi lögðum vötnum eins og íshokkí og curling.

WinnipegFreePress_Falcons

 

The Winnipeg Falcons, lið skipað Vestur-Íslendingum, sigraði í íshokkí á Ólympíuleikunum í Antwerpen 1920. Íslendingarnir þurftu að flytja af landi brott til að ná slíkum árangri í vetraríþrótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun