fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Ræða Sigmundar – Már í ónáð

Egill Helgason
Miðvikudaginn 12. febrúar 2014 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn stríði tónn sem var í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Viðskiptaþinginu í dag vekur athygli. Margir þinggestir voru nokkuð undrandi yfir því hversu mikils pirrings gætti í ræðu Sigmundar – og hversu miklum tíma hann eyddi í að kallast á við bloggara og álitsgjafa úti i bæ.

Jóhanna Sigurðardóttir var reyndar hætt að mæta á Viðskiptaþingin – þau voru reyndar ekki hátt skrifuð fyrst eftir hrun. Nú þegar er komin ríkisstjórn sem ætti að vera viðskiptalífinu þóknanlegri er ennþá ágreiningur – nú um Evrópu, gjaldmiðilinn, hagstjórnina.

Þetta leyndi sér ekki í ræðu Sigmundar og því hversu ergilegur hann virkaði. Hann fór meira að segja að rifja upp afstöðu Viðskiptaráðs til Icesave.

Annað sem var athyglisvert í ræðunni voru orð forsætisráðherrans um Seðlabankann. Hafi einhverjum dulist að Már Guðmundsson þarf ekki að kemba hærurnar í embætti seðlabankastjóra, þá ætti það að vera orðið deginum ljósara.

Sigmundur skammaði Seðlabankann fyrir að reikna út áhrifin af skuldaleiðréttingunum fyrirhuguðu í staðinn fyrir að greina greiðslujöfnuð landsins – en Sigmundur sagði að fyrir nokkru hefði verið farið fram á hið síðarnefnda.

Seðlabankinn ætti þó, skyldi maður halda, að ráða við hvort tveggja. Og sem sjálfstæð stofnun hlýtur hann að þurfa að skoða áhrif skuldaleiðréttinga eins og annars sem getur haft áhrif á gengi krónunnar og verðstöðugleika.

En Már er ekki í náðinni, það er ljóst. Tvennt er talið vera í stöðunni, að hann verði látinn taka pokann sinn og nýr bankastjóri verði ráðinn í staðinni. Það er þó ekki víst að stjórnarflokkarnir nái að koma sér saman um hver það eigi að vera. Hinn möguleikinn er að verði settir tveir yfirfrakkar á Má – að bankastjórarnir verði aftur þrír eins og var hér áður fyrr.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun