fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Hvenær verða höftin þá afnumin?

Egill Helgason
Mánudaginn 10. febrúar 2014 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson talaði í viðtali við Gísla Martein  gær að Íslendingar ættu að hafa þann „aga sem fylgir því að hafa eigin mynt“.

Þetta er reyndar orðið frekar seint – hefur varla tekist í sögu íslenska lýðveldisins. Minnir dálítið á mann sem er alltaf á leiðinni að hefja nýtt líf, en getur aldrei lagt frá sér flöskuna eða komið sér í ræktina.

Nú erum við enn einu sinni með hagkerfi sem er farið að skekkjast verulega. Það eru gjaldeyrishöftin sem valda. Þetta sést á bólu sem er að myndast á fasteigna- og hlutabréfamarkaði og stafar aðallega af ómældu fé frá lífeyrissjóðum sem dælist þangað inn og hefur ekkert annað að fara.

Bjarni segir að kannski verði hægt að byrja að afnema gjaldeyrishöftin á þessu ári. Það byggist þó á því að „samstilla væntingar“ allra sem eiga í hlut.

Á síðasta ári talaði Bjarni um að hægt yrði að fara afnema gjaldeyrishöftin nú í apríl. Þá talaði hann um að „samrýma væntingar“, sbr. þessa frétt á Eyjunni.

Eins og staðan er núna er ekkert talað við kröfuhafa bankanna, íslenskar krónur sem eru læstar inni í kerfinu eru að blása upp stóra bólu, Seðlabankinn sem á að sjá um losun haftanna hefur ekki til þess umboð stjórnvalda heldur verður hann að fara í gegnum ríkisstjórn og Alþingi – og að auki stefnir í stórátök á vinnumarkaði.

Er þá útlit fyrir að höftin verði afnumin á þessu kjörtímabili? Maður getur ekki treyst á það. Það er ekki auðvelt að fjarlægja slík höft þegar þau eru komin á – og svo er jafnvel hugsanlegt að sumir séu fjarska ánægðir með áhrif sín, auð og völd innan þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun