fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Norðurslóðir: Samleið með Evrópusambandinu

Egill Helgason
Laugardaginn 1. nóvember 2014 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það besta sem gæti gerst fyrir Ísland varðandi Norðurskautið er að þar verði ekkert gert.

Ekki borað eftir olíu.

Ekki grafið eftir málum.

Verstu hugsanlegu bandamenn Íslendinga í norðurhöfum eru Rússar. Þeirra markmið er óhindruð nýting olíu og málma. Og þeir auka hernaðarumsvif sín í þessum tilgangi.

Einhverjar siglingar yfir Norðurskautið gætu svosem verið Íslendingum til hagsbóta, en þær virðast ansi fjarlægur draumur.

Það er þó ekki víst – slíkar siglingar bjóða heim hættu á stórum sjóslysum með tilheyrandi mengun. Það er ekki grín ef stór olíuskip farast í norðurhöfum. Siglingaleiðin yfir pólinn mun alltaf vera mjög erfið.

Það er eðlilegast fyrir  Íslendinga að stilla sér upp með Evrópusambandinu á norðurslóðun. Evrópusambandið hefur lagt áherslu á umhverfisvernd í norðrinu og friðun. Þetta hefur Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakka sérlegur sendimaður í málefnum pólsins, margítrekað á ferðum sínum hingað.

Rocard þykir verst að ekki sé hægt að fara með Norðurlpólinn eins og Suðurpólinn – semsagt að láta hann vera alþjóðlegt verndarsvæði. Verndun Suðurskautsins er til algjörrar fyrirmyndar. En það gengur víst ekki vegna þess að landhelgi stórra ríkja nær langt upp að pólnum. Þar eiga Rússar langstærsta hlutinn, Norðmenn, Grænlendingar/Danir, Bandaríkjamenn og Kanadamenn eiga líka landhelgi að Norðurskautinu – Ísland er aftur mun sunnar.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ítrekaði þessi friðunarviðhorf þegar hún ávarpaði ráðstefnuna Arctic Circle í gegnum myndband. Merkel sagði að nauðsynlegt væri að setja svæði á norðurslóðum undir sérstaka vernd:

„Það er hins vegar mun erfiðara að hafa stjórn á afleiðingum umhverfisslysa. Það gerir það enn meira áríðandi að stefnan varðandi norðurslóðir sé mótuð með varkárni. Ég yrði því ánægð ef við gætum náð samkomulagi um að tiltekin svæði á norðurslóðum nytu sérstakrar verndar. En svæðið hefur nú þegar unnið sér táknræna stöðu í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum.“

Arctic-Sea-Ice

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin