fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Hervæðing lögreglunnar

Egill Helgason
Föstudaginn 31. október 2014 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt má ekki gleymast í sambandi við vopnavæðingu lögreglunnar á Íslandi.

Eftir 11/9 urðu Vesturlönd full af óöryggi og það hefur beinlínis verið gert út á þetta óöryggi.

Heimurinn er ekki hættulegri en hann var, nei, hann er líklega öruggari fyrir flesta íbúa Vesturlanda, sem njóta ferðafrelsis og áður óheyrðs langlífis.

En tilfinningin er að þetta sé allt á heljarþröm. Það er ýmislegt sem stuðlar að þessu, fjölmiðlarnir, internetið, orðræða stjórnmálamanna.

Í þessu dæmi er náttúrlega ofboðslegur peningur. Alls kyns öryggisfyrirtæki og fyrirtæki sem framleiða öryggisbúnað maka krókinn eins og aldrei áður.

Ísrelar er mestu sérfræðingar heims í öryggisbisnessnum – þar var mikill uppgangur eftir 11/9 þegar aðilar út um allan heim fóru að kaupa af Ísrelum öryggisbúnað og öryggisráðgjöf.

Á sama tíma hafa stjórnvöld stundað að fylgjast með þegnum sínum í gegnum netsamskipti og myndavélar sem aldrei fyrr.

Æ fullkomnari vopn – sem upphaflega voru framleidd fyrir hermenn – eru farin að rata til lögreglu. Þetta eru oft afgangsvopn – rétt eins og í tilfelli vonpnanna sem Norðmenn seldu/gáfu Landhelgisgæslunni.

Í Bandaríkjunum hefur verið mikið rætt um hervæðingu lögreglunnar og hvernig hún getur leitt af sér hörmulegar aðferðir í löggæslu – getur verið að hið sama sé á ferðinni hér á Íslandi, í aðeins minna mæli?

Við erum jú ekki ónæm fyrir alþjóðlegum straumum, þótt við virðumst stundum halda að við séum algjörlega einstök í veröldinni.

url-5

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin