fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Gleymdist Ísland?

Egill Helgason
Föstudaginn 31. október 2014 01:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því er skýrt í Haaretz, besta dagblaði í Ísrael, að Svíar séu fyrsta Evrópuþjóðin til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu.

Ísraelsmenn eru stórmóðgaðir, og segir öfgamaðurinn Avigdor Liberman, utanríkisráðherra Ísraels, að utanríkispólitík sé flóknari en að skrúfa saman Ikea-húsgögn.

Þetta er svosem nokkuð fyndið hjá honum, en líklega ekki rétt.

En auðvitað er farið rangt með í þessari frétt – eða hvað?

Ísland viðurkenndi sjálfstæði Palestínu í desember 2011, eins og lesa má í þessari tilkynningu utanríkisráðuneytisins.

Á sama tíma grasserar nýlendustefna Ísraels áfram í Jerúsalem. Gideon Levy, ísraelskur blaðamaður, kallar hana höfuðborg apartheid og spáir því að uppreisn brjótist út í borginni. Bandaríkjastjórn er alveg að gefast upp á Netanyahu og liðinu í kringum hann, í nýlegu viðtali kallaði háttsettur embættismaður í Washington hann „heigul“ og „hænsnaskít“. Bandaríkjastjórn hefur reynt að fjarlægja sig frá þessum ummælum, en samt er talið að þau sýni hvernig ráðamenn þar hugsi í rauninni um Ísraelsstjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 16 klukkutímum
Gleymdist Ísland?

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin