fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Bandaríkjamenn steinhissa á dönskum skyndibitastöðum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. október 2014 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er furðuleg frétt – í New York Times.

Segir þar frá því að starfsmenn á skyndibitastöðum í Danmörku geti faktískt lifað af launum sínum.

Það virðist vera óþekkt í Bandaríkjunum.

Í fréttinni segir frá hinum 40 ára gamla Hampus Elofsson. Laun hans eru um 20 dollarar á tímann. Um 2400 krónur. Vinnudagur hans er átta tímar.

Eftir vinnu fer hann og fær sér bjór með vinum sínum, fer í bíó, og honum tekst að leggja fyrir – hann á semsagt sparifé.

Bandaríkjamönnum finnst þetta undarlegt – og blaðið talar við álitsgjafa sem telja að óhugsandi sé að hafa þetta svona vestra.

En ef stórfyrirtæki geta ekki borgað laun sem fólk nær að lifa af – hver borgar þá mismuninn? Hvað með gróða hluthafanna? Er forsenda fyrir því að selja vöru sem getur ekki staðið undir mannsæmand launum þeirra sem framleiða hana eða bera hana fram?

Varla – þetta virkar að minnsta kosti eins og mjög öfugsnúinn kapítalismi, þar sem ríkið er hugsanlega að niðurgreiða starfsfólk fyrir stórfyrirtæki.

 

DSC_0045

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin