fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Vonlaus og vitlaus framkvæmd

Egill Helgason
Föstudaginn 31. janúar 2014 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eiginlega stórmerkilegt að jafn fráleitar framkvæmdir og mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Miklubraut skuli aftur vera komin á dagskrá.

En það er þannig með sumar hugmyndir að erfitt er að kveða þær í kútinn. Stundum stinga þær aftur upp kollinum vegna þekkingarleysis – stundum eru það flokkshagmunir eða pópúlismi.

Mislæg gatnamót þarna eru rándýr framkvæmd, en þau myndu vissulega flýta för bifreiða þar í gegn.

Vandinn er bara sá að þá færist umferðarþunginn – sem mundi aukast vegna gatnamótanna – á annan stað í götunni.

Þar er kaflinn milli gama Lídós – nú húsnæði 365 – og Snorrabrautar. Þarna er að finna gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar.

Annað hvor yrði nauðsynlegt að breikka götuna þarna verulega eða að setja hana í stokk, eins og stundum hefur verið nefnt.

Slík umferðargöng yrðu þó rándýr – þegar bætast við mislægu gatnamótin erum við að tala um fræmkvæmdir upp á tugi milljarða króna.

Ein vandamál bætist svo við sem sjaldan er nefnt:

Hvað á að gera við umferðina sem fer um Miklubraut meðan á slíkum framkvæmdum stendur?

Ætli megi gera ráð fyrir að þær tækju tvö ár eða svo – á umferðarþunginn að fara eftir hjáleiðum á meðan?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu