Það er heldur lítil birta þessa dagana. Til að vega upp á móti því setur Sigurveig inn suðrænt og sumarlegt blogg með sólvermdum grískum mat – sítrónum, ólívuolíu, tómötum og kirsuberjum.
Þarna má til dæmis fræðast um hvernig gera skal fava, það er sérlega ljúffengt mauk sem er gert úr baunum – sem vaxa helst á Santorini.
Og svo íslenskur þorskur, matreiddur að grískum hætti. Psari me lemoni, eins og hún kallar það. Einfaldlega með sítrónum og olíu. (Hér á heimilinu er ströng regla, ættuð úr Miðjarðarhafi – ostur skal helst aldrei koma nálægt fiski.)