Úrskurður Samkeppnisstofnunar sýnir hvað Mjólkursamsalan er tilbúið að leggja á sig til að drepa allt sem kallast getur samkeppni.
Þó það sé í rauninni engin samkeppni – Kú og Mjólka (áður en hún komst í hendur Kaupfélags Skagfirðinga) voru og eru smáfyrirtæki miðað við veldi Mjólkursamsölunnar.
Sekt Mjólkursamsölunnar er upp á 370 milljónir króna.
Þarna hriktir enn í stoðum landbúnaðarkerfisins íslenska. Upp á síðkastið höfum við séð furðulegar uppákomur varðandi innflutt kjöt og smjör.
Maður skilur reyndar varla hvað vakir fyrir stjórnendum Mjólkursamsölunnar að beita sér með þessum hætti og yfir langt tímabil, eins og kemur fram í úrskurði Samkeppnisstofnunar.
Maður kann eiginlega varla aðra skýringu en þá að einokunarhugarfarið sé svona rosalega inngróið.