Hér er fimmti þáttur Vesturfara sem var sýndur í gærkvöldi.
Þarna förum við meðal annars til Heklueyju í Winnipegvatni sem var afskekktasti hluti Nýja Íslands. Þar er mikil náttúruparadís, en þó voru kjörin erfið eins og heyra má í kvæði sem er flutt í þættinum en þar eru þessar línur.
Þitt úldna vatn og willow/á vetrin þegar frýs.
Í sjötta þættinum, sem verður sýndur næsta sunnudag, förum við svo til Winnipeg. Þar var um tíma blómleg miðstöð íslenskrar menningar, með bóka- og blaðaútgáfu, alls konar félagsstarfsemi og ýmiss konar deilum að hætti Íslendinga.