fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Eyjan

Afmælisbarnið Sigurveig

Egill Helgason
Sunnudaginn 21. september 2014 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurveig kona mín á afmæli í dag. Hún er afskaplega vinnusöm, mér skilst hún ætli að leggja gjörva hönd á bókhald í í dag.

Hún er betri helmingur minn, enda er hún klárari en ég og hefur meira ímyndunarafl. Og hún er líka skapmeiri en ég. Hún er hrædd við flest skordýr, aðallega köngulær, ég er hræddur við þrumuveður.

Sigurveig er menntuð í matreiðslu, frá Cordon Bleu skólanum. Ég er að mörgu leyti feginn að hafa komið eldamennsku hennar út af heimilinu, því nú rekur hún sælkerabúð í Bergstaðastræti 4, á spottanum sem er á milli Laugavegs og Skólavörðustígs.

Sigurveig er meistarakokkur, ótrúlega snjöll að laða það besta úr úr hráefninu og fundvís á einfaldar lausnir.

Í Sælkerabúð sinni framreiðir hún súpur, brauðmeti, kökur, sultur, frönsku makkarónurnar sem eru á heimsmælikvarða og hafraklattana sem eru seldir út um allt land. Allt er búið til úr bestu og ferskustu hráefnum sem völ er á. Það er aldrei gefinn neinn afsláttur af því.

Þetta er heilmikil vinna – og ég er ennþá með samviskubit yfir því að hafa stungið af í sumar og farið til Grikklands en skilið Sigurveigu eftir heima.

Fyrirtækið hennar Sigurveigar tók annars til starfa í október 2008, þegar allt virtist vera að fara til andskotans. Þetta er smáfyrirtæki sem nýtur þess að hafa nokkra góða starfsmenn sem fá ágæt laun. Ekki hefur verið stofnað til skulda. Almennt er ekkert hlaðið undir smáfyrirtæki á Íslandi – en mér hefur stundum fundist að Sigurveig eigi að fá viðurkenningar fyrir dugnað sinn og elju.

IMG_5253

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina