Þessi auglýsing úr Vísi er frá 1962. Þá voru landsleikir vinsælir eins og nú, en miðar á þá voru seldir í þartilgerðu tjaldi sem var sett upp við suðurvegg Útvegsbankans á Lækjartorgi.
Þetta þótti gefast vel. Oft voru raðir við miðasölutjaldið, en það spjölluðu menn um fótbolta og fleira – var glatt á hjalla.
Nú er notað annað kerfi. Það er ekki víst að það gefist betur.