fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Smáþjóðir, þjóðabrot og ESB

Egill Helgason
Fimmtudaginn 18. september 2014 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhver þrálátasti misskilningurinn í Evrópuumræðunni á Íslandi er að ESB-aðild myndi ógna þjóðerni okkar Íslendinga.

Við sjáum í sjálfstæðiskosningunum í Skotlandi að þar eru uppi allt önnur viðhorf. Sjálfstætt Skotland myndi halda áfram í Evrópusambandinu, engum dettur annað í hug í reyndinni.

Evrópusambandið hefur nefnilega aukið áhrif minni þjóða og þjóðarbrota, þar eru skýr dæmi Katalónar og Baskar á Spáni. Sjálfstæð Katalónía myndi líka vera áfram í ESB.

Þannig er hugsanlegt að þróunin sé að Evrópa fari að brotna upp í minni ríki – undir hatti Evrópusambandsins.

Slóvakía var löngum mikill eftirbátur Tékklands efnahagslega. Svo leystist upp bandalag þessara ríkja, þau eru bæði í ESB. Nú hefur dregið mjög saman með Slóvakíu og Tékklandi.

Evrópusambandið hefur verið mjög örlátt með styrki til jaðarsvæða. Það er til dæmis spurning hvort okkur gengi ekki betur að halda íslenskunni innan ESB en utan þess? Menningarumhverfið er þannig að ofurvald enskunnar verður sífellt ágengara í gegnum tölvur og sjónvarp. Frá ESB gætum við sótt aðstoð til að viðhalda tungunni – ef við á annað borð kjósum að gera það?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí