fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Er já-ið innantómt?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 18. september 2014 06:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólíkt flestum sem ég heyri í hér á Íslandi er ég ekkert sérstaklega spenntur fyrir sjálfstæði Skotlands.

Mér finnst balkanísering Evrópu ekkert sérlega góð hugmynd, það að álfan broti upp í smáríki.

Ef Skotland yrði sjálfstætt – skoðanakannanir segja reyndar að það sé ólíklegt – yrði það til dæmis lyftistöng fyrir Katalóna.

Í Katalóníu er mjög sterk sjálfstæðishreyfing – og ekki að öllu leyti geðsleg. Þar hefur geisað nokkuð skæð þjóðremba. Ég veit um fólk sem hefur beinlínis flutt frá Katalóníu vegna hennar.

Í grein í New Statesman skrifar skoski rithöfundurinn Ewan Morrison um „hið innantóma já“. Hann fjallar þar um mjög öfluga áróðursherferð sjálfstæðissinna sem byggir á þessu eina orði – já.

Morrison segir að þrýstingur já-sins sé mjög sterkur. Hann gekk í liðið fyrst, en hefur nú snúist hugur.

Hann segir að já-sinnar séu mjög sundurlaus hópur, þar séu græningjar, trotskíistar, hatursmenn Englands, andstæðingar hnattvæðingar, unnendur gelískrar tungu, friðarsinnar, þeir sem eru á móti olíuvinnslu og þeir sem eru á móti stjórnmálum eins og þau eru leikin í nútímanum.

Þessir hópar séu að leita að stærri sneið af hinni pólitísku köku en áður – í minna ríki. Morrison efast um að þessir hópar nái saman til að skapa betra, „jákvæðara“, Skotland. Jáið sé því merkingarlaust, eins og slagorð sem er hannað á auglýsingastofu.

Annars er merkilegt að fylgjast með umræðunni um sjálfstætt Skotland hér á Íslandi. Mér heyrist, eins og ég sagði áður, að flestir hér vilji að Skotar kjósi sjálfstæðið – meira að segja þeir sem nú vilja að Ísland gangi Noregi á hönd. Hjá sumum er þetta blandið þórðargleði, menn myndu ekki sýta að la perfide Albion fengi á baukinn.

En þetta er reyndar á ýmsum forsendum, til dæmis skrifar Vigdís Hauksdóttir á Facebook:

– er fólk ekki spennt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslunni í Skotlandi á morgun – sé að Darling, Gordon Brown og elítan í London beita rosalegum hræðsluáróðri – þekkjum það úr Icesave – nákvæmlega þessir menn settu á Ísland hryðjuverkalög og ætluðu að knésetja okkur sem þjóð – fæ hroll við að hugsa til baka til þessa tíma …

 

Svo má auðvitað vera að eitthvað leysist úr læðingi ef Skotland yrði sjálfstætt. „Sjálfstæðið er sívirk auðlind“ er titill á bók sem mér er minnisstæður. Hún er skrifuð af einum helsta andstæðingi ESB á Íslandi. En þarna er þess reyndar að gæta að gæta að Evrópusambandið er algjör forsenda fyrir sjálfstæðisbaráttu Skota og Katalóníumanna. Í sjálfstæðishugmyndunum felst að þjóðirnar geti skipt beint við Brussel – notið skjóls af ESB – í stað þess að þurfa að fara í gegnum London eða Madrid.

 

images-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Syrgir móður sína
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí