fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Ekki smekklegt

Egill Helgason
Mánudaginn 15. september 2014 23:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestur Jónsson hefur í meira en áratug verið lögmaður auðmanna sem hafa efni á að kaupa sér bestu lögfræðiþjónustu sem hugsanleg er. Sumir hafa líka getað keypt sér fjölmiðla til að hafa áhrif á almenningsálitið. Það hafði ekki lítið að segja í Baugsmálinu.

Nú er Gestur enn að verja auðmenn sem eru sakaðir margvíslega hvítflibbaglæpi. Þeir tengjast meðal annars hinum ótrúlega ruglaða hlutabréfamarkaði sem var á Íslandi um tíma – og algjöru hruni hans. Þetta er stærsta hlutabréfahrun í sögu mannkyns.

Flest bendir þó til þess að helstu gerendurnir hafi komist undan með stórar fjárhæðir.

Gestur og lögfræðingarnir beita alls kyns aðferðum til að tefja málið og þæfa, það er ekki nema eðilegt – fyrir það fá þeir borgað. Einn liður í þessu virðist hafa verið að segja sig frá málinu með stórum yfirlýsingum.

Dómari hefur nú hafnað þeirri leið.

Yfirlýsingar já, á blaðamannafundi líkir Gestur réttarhöldunum yfir auðmönnunum við Geirfinnsmálið.

Þar átti í hlut skítblankt ungt fólk sem var hirt upp  og sett í einangrun svo skipti mánuðum og árum.

Að bera það saman við moldríka menn sem geta keypt sér þjónustu klárustu lögfræðinga landsins – og láta ekki svo lítið að mæta í réttinn nema svona endrum og eins – er ekki smekklegt.

Og það sem er kannski ennþá skrítnara er að í þessum leikþætti er með Gesti kollegi hans Ragnar Hall. Sá var sérstakur saksóknari þegar fjallað var um endrupptöku Geirfinnsmálsins á sínum tíma og eru fræg ummæli hans um að sakborningarnir þar hafi ekki verið neinir „kórdrengir sem hafi verið sóttir í fermingarveislu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu