fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Dagur reiðinnar

Egill Helgason
Föstudaginn 12. september 2014 11:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Martin var enskur málari á rómantíska tímanum, hann var uppi frá 1789 til 1854. Í verkum hans birtast ógurlegar sýnir og hamfarir – heimsslit eru þar yfirvofandi.

Líklega hefur John Martin aldrei séð eldgos – en mér verður hugsað til þessarar myndar eftir hann nú þegar maður óttast eldsumbrot í Bárðarbungu. Sumar ljósmyndirnar frá eldgosinu fyrir austan minna á myndir eftir Martin. Að sumu leyti eru myndirnar hans fjarska nútímalegar, eins framandlegar og þær kunna að virðast. Þessi heitir Dagur reiðinnar og er í Tate safninu í London.

Svo verður að segjast eins og er að pólitískar deilur dagsins virka eins og hjóm miðað við ógnina sem stafar af þessum hamförum. Satt að segja er manni ekki rótt – og í raun frekar erfitt að fylgjast með deilum um skattprósentur þegar svona stendur á.

John_Martin_001

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“