fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Helgar-Tíminn – upphaf okkar Illuga

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. september 2014 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er upphaf mitt í blaðamennsku. Ég var 21 árs og var kippt inn á Tímann til að vera þar með Illuga Jökulssyni að gefa út helgarblað. Illugi var kominn þarna inn á undan og fékk mig með. Við höfðum verið vinir og bekkjarfélagar frá því í Hagaskóla. Ég hafði aldrei hugleitt að gerast blaðamaður – barasta aldrei.

Starfið valdi mig, ég valdi það ekki.

Helgar-Tíminn varð dálítið kúltblað í Reykjavík, en ég hygg að margir gamlir Framsóknarmenn hafi orðið ringlaðir.

En við nutum þess að þarna var ritstjóri mikill öðlingur, Elías Snæland Jónsson, hinn ritstjórinn, Þórarinn Þórarinsson skrifaði sína leiðara með sjálfblekungi en svo voru þeir vélritaðir upp meðan hann fór í bíó. Halldór Ásgrímsson var formaður blaðstjórnarinnar. Útlitshönnuðurinn var okkar góði félagi, Gunnar Trausti Guðbjörnsson.

Við stóðum í þessu 1981-1982. Ég hætti fyrr, Illugi var aðeins lengur.

En hérna má sjá forsíður Helgar-Timans frá þessum árum. Margt af þessu virkar frekar metnaðarfullt. Þarna er til dæmis Kristján Albertsson, það feikimikið viðtal við hann sem birtist í tveimur blöðum. Og svo voru sögurnar um Alfreð Alfreðsson og félaga, það voru frumsamdar gamansögur, framhaldssagnaflokkur úr undirheimum Reykjavíkur.

Og svo er þarna litmynd á einni forsíðunni. Það þótti ekki sjálfsagt í þá daga.

Þetta var jólablaðið 1981. Ein greinin var um naívistann Ísleif Konráðsson. Til að ná í myndir eftir hann þurftum við að fara út um allan bæ og hafa upp á frummyndum. Myndirnar sem birtust í blaðinu voru svo gerðar eftir þeim.

Hér má sjá forsíðurnar.

10665803_10203777583258991_8075421569727978423_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“