Hér er ótrúlega skemmtilegur staður. Pier 40 í New York. Stóreflis bryggja sem gengur út af Brooklyn – með útsýni yfir Manhattan – þar sem er búið að leggja fótboltavelli. Staðurinn iðaði af lífi í fyrrakvöld. Þarna sýndust mér vera heilir þrír vellir. Upprunalega var þarna viðlegukantur fyrir farþegaskip.
Og í Pier 36 er samskonar aðstaða fyrir körfubolta.
Allt er þetta hluti af gönguleið sem kallast Brooklyn Heights Promenade og er einn skemmtilegasti staður í allri New York.
Fótbolti úti á bryggju, með háhýsin neðst á Manhattan í bakgrunni.