fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Hin örvandi New York

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. september 2014 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merkileg borg er New York. Hún er ótrúlega stór, langar götur, há hús, margt fólk.

Og hún er full af sögum.

Alls staðar er maður að sjá fólk sem vekur forvitni manns.

Mann langar að vita um hagi þess, langar að spyrja.

Hvað er til dæmis með manninn sem sat einn í risastóru gráu lobbíi seint á laugardagskvöldi?

Eða ungu konuna í lyfjabúðinni, með loðnar lappir og feimnislegan svip, en fór svo að tala við afgreiðslumanninn og maður hafði á tilfinningunni að greindarvísitalan gæti ekki verið minni en 180. Borgaði svo með platínumkorti.

Þetta var eins og úr einhverri gamanmynd sem maður kann að hafa séð. Þannig virkar New York líka, hlutir sem maður þekkir ekki eru kunnuglegir vegna kvikmynda og sjónvarps.

Eða homminn sem sat með vini sínum á bekk í Washington Square Park við heyrðum segja: „Nú ertu búinn að fá þína skemmtun, geturðu þá farið.“

Eða maðurinn sem var að skýra út fyrir kunningjum í West-Village sem spurðu hvort hann byggi þarna, að nei, það gerði hann í rauninni ekki, hann byggi í Queens, en þetta væri uppáhaldshverfið hans og þarna væri hann alltaf.

Sem þýðir örugglega að hann hefur ekki efni á að búa í Village.

New York örvar ímyndunaraflið stöðugt – maður heyrir slitur úr samræðum, sér alls konar fólk, og reynir að setja sig í spor þess, ímynda sér hvernig það lifir.

Og nú ætla ég að fara út í Brooklyn.

10698438_10152758402885439_7835460383506116520_n

Maðurinn í gráa lobbíinu. New York by night.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“